Jóna Eðvalds SF á útleið

Ég fékk leyfi hjá vini mínum og fyrrum samstarfsmanni Runólfi Haukssyni frá Hornafirði til að birta myndir frá honum af Jónu Eðvalds SF á útleið frá Hornafirði þann 12 nóvember síðastliðnum.

Jóna Eðvalds SF var smíðuð í Noregi 1975 og bar nöfnin Mogsterfjord,Atlantik Viking,Birkiland,Björg Jónsdóttir ÞH,Krossey SF og svo núverandi nafn Jóna Eðvalds SF.

Það skal taka skýrt fram að myndirnar eru ekki leyfðar til endurbirtingar nema með leyfi Runólfs.

PB126537

Gleðilegt nýtt ár....

Ég óska gestum og gangandi gleðilegs nýs árs og þakka samskiptin á því liðna.......

teki_vi_brae_slu_038_1br.jpg


Þór HF á leið til Rússlands og kvótinn austur?

Sagan segir að Þór HF-4 verði Rússneskur á nýju ári og einnig að kvótinn sé á leið austur á land,nánar tiltekið á Norðfjörð en einnig að hluti af honum fari til Fisk Seafood.Ég er ekki frá því að það sé mikið til í þessu og ætla alls ekki að gráta það að sveitungar mínir fái að fiska meira þó maður sé ekki sáttur við hve miklu er keyrt norður.Sennilega eru margir ósáttir við þessar uppsagnir enda um 40 manns sem sem missa vinnuna á einu bretti en ég býst samt ekkert við neinum mótmælum neinsstaðar nema kannski í kommentakerfum fjölmiðlana.

Myndina hér að neðan fékk ég lánaða hjá Grétari Þór.

a8636f79-4762-4346-b9db-786484f3c0bc_M


mbl.is 40 sjómenn á Þór HF missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Nú þegar það styttist í að klukkur hringi inn jólin þá set ég hér inn 2 myndir í boði Guðlaugs B.Birgissonar sem hann tók að kveldi 22.desembers síðastliðnum og má sjá 4 skip Síldarvinnslunar Barða NK,Börk NK,Bjart NK og Birting NK en lagið Kyrlátt kvöld með Bubba Morthens kemur upp í hugann þegar maður skoðar þessar myndir.

Ég óska gestum og gangandi gleðilegra jóla og hafið það sem best yfir hátíðarnar.

MBK.Valur Björn

IMG_1784 IMG_1719


2287-Bjarni Ólafsson AK-70

Bjarni Ólafsson AK kemur hér inn til hafnar á Akranesi í nóvember 2010.
Bjarni Ólafsson AK-70

2643-Júpíter ÞH-363

Hér er Júpíter ÞH að leggja af stað austur á Þórshöfn af loðnumiðunum úti fyrir Sandgerði í febrúar 2011.

 

2643 - Júpíter ÞH-363

399-Aníta KE-399

Þessi liggur í Grindavík og ég held að þessi hafi verið á skakinu á seinasta ári.

Aníta var smíðuð í Svíþjóð 1954 og hét upphaflega Sigurfari SF og bar einnig nöfnin Farsæll SH,Örninn KE og Kári GK.

 

399 - Anita KE-399

2101-Sægrímur GK-525

Þessi liggur í Njarðvíkurhöfn,hvort báturinn fari á veiðar eitthvað á næstu misserum veit ég ekki

Það virðist loða svolítið við þessa blessuðu höfn að vera langlegudeild.

 

 

Sægrímur GKSægrímur GK

Áhöfnin á Casper

Hér kemur mynd af þeim félögum Skúla og Heiðari á Casper.

 

 

Casper

Hverjir eru?

Hér eru 2 myndir frá Guja Birgis sem faðir hans tók 1964.

Spurningin er hvort menn geta borið kennsl á bátana á þessum myndum.

Bátur... 001 1BR.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

500-Sif ÍS 500 smíðuð í Neskaupstað 1964

Bátar á Firðinum. 001 1BR.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafþór NK 76 og Gullfaxi NK  má sjá á myndinni,sennilega Stefán Ben NK næstur Gullfaxa.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband